San Pellegrino vörumerkið og hin einkennandi græna flaska er samnefnari fyrir hið ljúfa ítalska líf. Þetta einstaka ítalska vörumerki er vel þekkt um allan heim fyrir fágun og gott bragð, en vatnið fer sérlega vel með mat og víni í hæsta klassa. Fyrirtækið S.Pellegrino var stofnað árið 1899, og varð árið 1997 hluti af Nestlé fjölskyldunni. Vatnið sem notað er í S.Pellegrino hefur verið þekkt í yfir 620 ár eða síðan árið 1395 þegar gríðarlega stór vatnsuppspretta fannst í bænum San Pellegrino Terme. Sagan segir að árið 1509 hafi Leonardo Da Vinci heimsótt bæinn til að smakka og rannsaka þetta einstaka vatn, en lækningamáttur þess var alrómaður á Ítalíu. Rannsóknir sýna að vatnið er nánast óbreytt síðan fyrstu sýnin voru tekinn árið 1782.
"*" indicates required fields